Vinningstillagan Perlufesti í Öskjuhlíð.

Megum til með að hrósa og benda á tillöguna sem vann samkeppni Reykjavíkurborgar um útivistarsvæði Öskjuhlíðar, framtíðarsýn og -skipulag þess.

Vinningshafar eru landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson, Sif Hjaltdal Pálsdóttir og Svava Þorleifsdóttir hjá teiknistofunni Landslagi en þau unnu tillöguna.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Grunnmynd af vinningstillögu Landslags.

Áhersla er lögð á að halda í svæðið eins og það er en tengja það betur innbyrðis sem og við nágrenni þess. 7 geislar eru myndaðir út frá Perlunni á toppnum með misbröttum stígum en á aðalstígnum Suðurás er minnsti brattinn þar sem sjónlína opnast niður að sjó sem endar í útsýnispalli út yfir sjávarkletta sem eru friðlýstar jarðfræðiminjar. Brattasti stígurinn er suðvesturásinn nefndur metorðastigi þar sem á leiðinni eru ýmsar áskoranir, líkamlegar og andlegar í gegnum skóginn þar sem hann er þéttastur og ævintýralegastur. Geislastígarnir þvera láréttan stíg sem liggur kringum Perluna er nefnist perlufestin og þar með skapast möguleiki á aðgengi fyrir alla.

Perlufestin, láréttir stígar meðfram hlíðinni. Aðgengilegur öllum.

Perlufestin, láréttir stígar meðfram hlíðinni aðgengilegir öllum.

Efnisval og litasamsetning nýrra stíga er fengin úr náttúru hlíðarinnar sem og minjum á svæðinu, stálið og steypan úr stríðsminjum. Gamlir stígar fá að halda sér og þeim sjarma sem þeir búa nú þegar yfir.

Útsýnispallur við Öskjuhlíð.

Útsýnispallur við Öskjuhlíð.

Mynd frá Reykjavíkurborg. Stúdentaíbúðir (hvítar) eru í jaðri hlíðarinnar. Perlufesti (brúnn) er stígur sem hringar sig utan um Perluna á þeirri leið verða ýmsir áhugaverðir staðir.

Stúdentaíbúðir munu rísa á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar, í nágrenni Háskólans í Reykjavík.

Margar stríðsminjar verða sýnilegri með tilkomu perlufestarinnar.

Margar stríðsminjar verða sýnilegri með tilkomu perlufestarinnar.

Í tillögunni er lagt til að söguminjar verði verndaðar, merktar og gerðar sýnilegri.

Spennandi verður að sjá þessa tillögu verða að veruleika.