Viðarklæddir göngustígar við hafið

Hafnarbakki í Vastra Hamnen í Malmö.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur hafnarbakki verið klæddur með viðarborðum. Myndaðir eru stallar sem hægt er að sitja á og horfa út á hafið. Viðarborðin á stöllunum snúa meðfram ströndinni en á pallinum næst hafinu snúa þau út á haf, kannski til að draga athygli fólks að hafinu. Viðurinn skapar skemmtilegt mótvægi við stórgrýtið í sjávarmálinu.

Viður gefur hlýju og er góð tilbreyting við endalaust malbik stórborga. Flestir eru líklegri til að tylla sér niður á við en malbik.  Í Malmö er Vestur-höfnin mikið notuð af almenningi sem kemur til að liggja í sólbaði, skokka eða ganga með barnavagn. Svæðið þjónar því svipuðu hlutverki og almenningsgarður.  Gott er að láta sig dreyma um svona notaleg svæði til að eyða á fallegum sumardögum framtíðarinnar.

Hér eru fleiri stallar

Västra Hamnen, líka þekkt sem Borg Morgundagsins, er byggð árið 2001 þar sem áður var skipasvæði en hýsir nú heimili 4000 íbúa.