Um okkur

Framkvæmdastjóri og ráðgjafi:

Auður Svanhvít Sigurðardóttir er með BS’c gráðu í Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri. Hún vann til verðlauna fyrir framúrskarandi námsárangur. Auður hefur einnig lokið diplómanámi í Prisma frá Listaháskóla Íslands og Viðskiptaháskólanum á Bifröst.

Auður er jafnframt lærður fatahönnuður og hefur starfað við fatahönnun og hattagerð, almenn skrifstofustörf og bókhald. Auður hefur starfað við endurnýjun húsa og garða bæði hérlendis og erlendis.

Ráðgjafi:

Sigríður Hrund Símonardóttir hefur lokið BS’c í Umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri.

Sigríður hefur jafnframt stundað 3 ára nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og lokið diplómanámi í Prisma frá Listaháskóla Íslands og Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Sigríður hefur starfað við bókhald, fjármál og rekið byggingarfyrirtæki til fjölda ára.