Greinasafn fyrir merki: Skrúðgarður

Yndisgarðar til yndis og gagns.

Yndisgarður í Fossvogi, huggulegasti skrúðgarður.

Yndisgarða má finna á sex stöðum um landið og er einn þeirra í Fossvogi í Kópavogi, en þessi pistill fjallar um hann.

Verkefnið Yndisgróður vinnur að uppbyggingu klónasafna og sýningareita á nokkrum stöðum á landinu. Þeim ætlað þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval íslenskra garð- og landslagsplantna til rannsókna og frekari nota, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýningarreitir fyrir fagfólk og almenning. Halda áfram að lesa

Þakgarðar Rockefeller Center leyndur landslagsfjársjóður.

Skrúðgarðar upp á þökum í stórborginni New York.

Oftar en ekki eru þakgarðar huldir hinum almenna vegfarenda. Í New York er einn staður sem hreykir sér af óskaplega fallegu safni af íburðarmiklum þakgörðum sem eru opnaðir almenningi af og til.  Rockefeller Center hefur í 75 ár viðhaldið óaðfinnanlega þessum fallegu görðum. Þeir eru með þeim elstu í borginni. Aðallega er það þó starfsfólk bygginganna sem fær þeirra notið.  Hér eru nokkrar myndir af þeim svo fleiri fái notið þeirra. Halda áfram að lesa