Greinasafn fyrir merki: Ræktunarland

Magnað manngert landslag í Vietnam

Þetta landslag minnir landslagsarkítekt óneitanlega á hæðarlínukort en þó í sinni fallegustu mynd.

Frá örófi alda hafa Vietnamar ræktað landið sitt og snemma hafa þeir farið að byggja upp og hlaða veggi til að mynda flatlendi fyrir hrísgrjónaræktina einnig í fjallahluta landsins. Þar sem landið er að miklum hluta fjöll og minni hluta flatlendi hafa þeir neyðst til að búa til meira ræktunarland með þessum hætti. Ótrúlegt er að hugsa til þess hve mikil vinna hefur farið í gerð þessa ræktunarlands því varla hefur verið að hægt að koma við vélum þó þær hefðu verið til á þeim tíma. Halda áfram að lesa