Greinasafn fyrir merki: Grænmetisbeð

Garðurinn er nærtækasta auðlindin

Garðeigendur sem eru svo heppnir að eiga garð sem snýr mót suðri og er skjólgóður, geta nýtt hann sem hina ákjósanlegustu auðlind. Hægt að rækta allt mögulegt til nytja eins og salat sem getur gefið af sér a.m.k. fjóra mánuði á ári. Gulrætur, kál, rófur og hvers kyns grænmeti, kryddjurtir, jarðarber og rifs og sólber ofl, og fyrir þrautseiga má spreyta sig á hinum ýmsu ávöxtum. Epli, perur, plómur og kirsuber hafa skilað uppskeru hér á landi og eru fleiri og fleiri að ná tökum á þeirri kúnst. Ávaxtatré geta nefnilega lifað á Íslandi, en aðalatriði er að velja réttu yrkin og fara rétt og vel með þau. Það eru yfir níutíu ár síðan epli þroskuðust fyrst á Íslandi sem sýnir að þetta er hægt.

Ávaxtatré þurfa gott skjól.

Ávaxtatré geta verið til prýði en þurfa gott skjól og nóg af sól.

Sólríkur og vel skipulagður grænmetisgarður getur verið til mikillar prýði og ánægju. Ekki er verra að vita til þess að garðræktarþerapía er notuð bæði til uppbyggingar einstaklinga og samfélaga eins og í fangelsum, sannað þykir að hún bæti minni og andlega getu sem og styrki líkamann, einnig getur hún bætt samhæfingu, jafnvægi og úthald. Halda áfram að lesa

Salatið heima!

Hér er notaður hvítur dúkur sem skýlir vel en hleypir sól og regnvatni í gegn.

Heimaræktun þarf ekki að vera flókin og né taka mikið pláss, smá skjól fyrir kulda og vindi hjálpar og lengir ræktunartímann um nokkrar vikur jafnvel mánuði.  Ef pláss er ekki mikið er gagnlegt að nýta það vel með því að velja grænmeti sem tekur ekki mikið pláss og vex hratt, eins og til dæmis salat af ýmsum gerðum.  Klettasalat, Lollo rosso, Sinnepssalat, Landkarsa ofl.  Margar salat tegundir má byrja að nota eftir nokkrar vikur sem smáblöð og það margborgar sig, því svo fer vöxturinn í fullan gang.  Grænmetiskassi sem er 2-3 fermetrar getur vel dugað salatneyslu 5 manna fjölskyldu heilt sumar eða þar til fer að frysta, það er prýðileg búbót í því og svo er það alltaf ferskt! Halda áfram að lesa