Greinasafn fyrir merki: Göngustígur

Hræðileg byggingarslys.

Í Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja hraðbraut.

5r

Svartholsrennibraut?

Oft er hægt að hlæja að sumum smávægilegum mistökum í umhverfisframkvæmdum  en önnur  getur verið dýrt að lifa með og lagfæra og munu jafnvel angra íbúa um ókomin ár. Hér sjást nokkur ótrúleg dæmi.

Í  Xi’an, Shaanxi Province í Kína var „óvart“ bætt við einni húsablokk þar sem skipulagt var að leggja 8 akreina hraðbraut. Vegna þess hversu dýrt hefði verið að færa íbúa blokkarinnar var ákveðið að lifa með þessum mistökum!   Halda áfram að lesa

Viðarklæddir göngustígar við hafið

Hafnarbakki í Vastra Hamnen í Malmö.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hefur hafnarbakki verið klæddur með viðarborðum. Myndaðir eru stallar sem hægt er að sitja á og horfa út á hafið. Viðarborðin á stöllunum snúa meðfram ströndinni en á pallinum næst hafinu snúa þau út á haf, kannski til að draga athygli fólks að hafinu. Viðurinn skapar skemmtilegt mótvægi við stórgrýtið í sjávarmálinu. Halda áfram að lesa

High line garðurinn í New York dæmi um sérlega velheppnaða endurnýtingu.

Í New York hefur verið búinn til almenningsgarður á gömlum upphækkuðum flutningar-lestarteinum sem liggja eftir endilöngum vesturhluta Manhattan en þeir eru frá árinu 1934.

1960 eyðilagðist suðurhluti brautanna eins og sést á efstu myndinni og 1980 var farin síðasta flutningaferðin með frosna kalkúna.

Peter Obletz kom í veg fyrir að restin af teinunum yrði rifin og eftir enn frekari niðurníðslu brautarteinanna stofnuðu Joshua David og Robert Hammond íbúar samtök árið 1999 um varðveislu þeirra og lögðu til endurnýtingu á þeim sem opnum almenningsgarði. Halda áfram að lesa