Greinasafn fyrir merki: Almenningsvæði

Áhrif frá Víetnam í landslagsmótun í Evrópu?

Landslagshönnun í Evrópu mótuð undir áhrifum frá Víetnam? Til að akuryrkja sé möguleg í bröttum hlíðum Víetnam hafa heimamenn frá örófi alda, hlaðið upp pöllum til að fá sléttlendi til ræktunar hrísgrjóna og er víst mikið sjónarspil allt árið um kring að fylgjast með litabreytingum ræktunar frá nýsprottnum til fullþroskaðra hrísgrjóna. Skærgrænir litir yfir í heiðgula. Úr lofti sjást svo skýrar línur eins og hæðarlínur á kortum.

Landslagshönnuðurinn Charles Jencks hefur hannað víða í Evrópu og einnig Suður Kóreu þar sem sjá má svipuð einkenni, eins og sést vel á meðfylgjandi myndum.

Cells of life eftir Charles Jencks í Jupiter Artland nærri Edinborg.
Byggt á forsögulegum landformum eins og Víetnam og víðar.
Northumberlandia, Newcastle, Englandi, hér breytir Charles Jencks ásamt konu sinni Maggie Keswick kolanámu í þetta undur. Opnum sárum eftir malargröft og námutöku má breyta í margt áhugavert eins og hér var gert.
Parco Portello almenningsgarður í Mílanó er einnig hannaður af Charles Jencks og Andreas Kipar. Hann var byggður yfir gamalt verksmiðjusvæði.

Eco-Geo park í Suður Kóreu 2013, eftur hönnuðina Lily og Charles Jencks.

Heimildir:

https://unusualplaces.org/the-garden-of-cosmic-speculation-in-scotland/ https://www.jupiterartland.org/artwork/cells-of-life. https://www.likealocalguide.com/milan/parco-portello. https://www.lilyjencksstudio.com/ljs-ecoline. https://www.tripadvisor.com/LocationPhotoDirectLink-g186525-d1786893-i105846582-Jupiter_Artland-Edinburgh_Scotland.html

Val gróðurs í ýmis hlutverk

Torg með einföldum formum þar sem samspil lita fær að njóta sín.

Gróðri er plantað til að sinna ýmsum hlutverkum eins og veita skjól, loka einhverju af (bílaplani, inngangi, einkagarði ofl.), limgerði í stað skjólveggs, til prýði, samspil lita og margt fleira. Til þess að vel takist til er mikilvægt að velja réttar tegundir eftir því hlutverki sem þær eiga að gegna, varðandi vaxtarlag og -hraða, stærð og umfang.

Passa verður að velja ekki of hávaxinn gróður þar sem hann má ekki verða of stór, hraður vöxtur eykur þörf á miklum klippingum til að hemja vöxt. Betra er að velja tegundir sem henta í þá hæð sem maður vill ná.

Gróðurinn hefur líklega ekki átt að loka fyrir útsýni úr glugganum.

Ef gróðurbeð er t.d. 1 m á breidd við gangstétt eða göngustíg verður að passa að umfang tegunda verði ekki mikið meira en það, því annars kallar það á margar klippingar til að halda gróðrinum í skefjun og hann loki ekki gönguleiðum. Umfangsmiklar tegundir kalla á mikið og gott pláss til að fá notið sín til fulls.

Gönguleiðir lokast með tímanum ef tegundir eru of umfangsmiklar.
Hér hefur Alaskaylli verið plantað of nærri gönguleið en hann þarf mikið pláss og vex hratt.

Tegundir sem nota á í limgerði eru valdar út frá því sem á að ná fram t.d. þétt, hægvaxið en sígrænt Sitkagreni.

Sitkagreni er sígrænt, hægvaxið og lokar fullkomlega allt árið.

Eða hraðvaxnar tegundir sem þarfnast klippinga 1-2 var á sumri eins og Víðtegundir.

Víðitegundir vaxa skjótt.

Ef gróðurinn er til þess fallinn að loka fyrir umferð óviðkomandi gæti t.d. Sunnubroddur átt vel við til að gegna því hlutverki.

Sunnubroddur lokar fyrir óviðkomandi umferð með stórum broddum sínum.

Hægt er að nota gróðurinn til að ná fram ákveðnum formum og mismunandi áferð með hinum ýmsu tegundum. Hér eru notuð strá í stað blóma með góðum árangri.

Strá í stað blóma.
Heildarsvipur, samræmd gróðurbeð prýða opinbera byggingu.

Elliðadalur fræðandi útivistarparadís borgarbúa.

Upplýsingaskilti um Elliðaárdal í heild.

Í Elliðaárdalnum hefur verið komið fyrir fallegum og gagnlegum fræðsluskiltum fyrir áhugafólk um fugla og ýmsar menningarminjar sem í dalnum finnast. Nýjasta skiltið er sérstaklega fyrir áhugafólk um fugla og er eitt staðsett við efstu trébrúnna fyrir neðan stíflu.  Bent er á bestu staði í dalnum til að skoða fugla og fleira fræðandi er varðar fuglalíf í dalnum. Þetta er verkefni sem var valið í íbúakosningum úr innsendum hugmyndum 2012 í betri hverfi sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Í þetta verkefni var veitt ein milljón króna og var það sett upp í febrúar 2013. Halda áfram að lesa