Skjólveggir af ýmsum gerðum.

DSC02761

Fallegur skjólveggur myndar prýðis umgjörð fyrir fjölbreyttan gróður þar sem hann nýtur sín og dafnar vel.

Mikilvægt er að hafa í huga þegar valin er tegund skjólveggjar að hún tengist vel stíl hússins.  Við nútímalegt hús lítur gamaldags, krúttlegur skjólveggur út fyrir að vera á röngum stað.  Þá passar betur að hafa vegginn sem einfaldastan, beint og ferkantað fer oftast betur við nútímalegt „funkis“ hús. Það sama á við gamaldags timburhús þar þarf að velja skjólvegg sem klæðir húsið vel og virkar sem hluti af því. Þá er um að gera að hafa mynstur, boga, fláa og breytileika í veggnum til að ná fram notalegheitum sem passa við húsið.

Krúttlegt grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af.

Sjarmerandi grindverk þar sem ætlunin er ekki að loka sig af, fer gamaldags húsi vel.

Gott er að hafa í huga að draga úr stærð eða umfangi veggsins með gróðri, hafa útskot og beygjur til að koma gróðri betur fyrir því við viljum síður að skjólveggurinn líti út eins og virki í kringum húsið.

DSC04236

Hér er gler að hluta í augnhæð.

Útsýnið úr heita pottinum helst óskert með gleri.

Útsýnið úr heita pottinum helst óskert með gleri.

 

Stundum er vindasamt þar sem útsýnið er sem fallegast og þá viljum við bæði fá skjól og halda útsýninu. Þá getur hentað vel að nota gler eða plexigler í hluta eða allan skjólvegginn. Glerið verður einnig til þess að létta ásýnd veggjarins og af honum fellur minni skuggi en ef viðurinn næði upp alla hæð hans.

 

 

 

 

 

 

Í byggingareglugerð segir að leita skuli „samþykkis byggingarnefndar á gerð og frágangi girðingar ef hún er hærri en 1,80 m eða nær lóðarmörkum en sem svarar hæð hennar, mælt frá jarðvegshæð við girðinguna eða frá hæð lóðar á lóðamörkum ef hún er meiri. Girðing á mörkum lóða er háð samþykki beggja lóðarhafa. “ Þetta er rétt að hafa í huga við hönnun og staðsetningu girðinga og skjólaveggja til að forðast eftirmála.

Stilhreint

Glæsilegt grindverk til þess fallið að eftir því verði tekið.

Ótal tegundir af skjólveggjum hafa verið gerðir í gegnum árin, hér má sjá nokkur dæmi:

Stílhreinn skjólveggur, gisinn efri parturinn léttir töluvert ásýnd hans.

Stílhreinn skjólveggur, gisinn efri parturinn léttir töluvert ásýnd hans.

SmartSkjolveggur

Það kemur vel út að hafa borðin misbreið, þannig er meira að gerast.

metnadarfulltGrindverk

Metnaðarfullt grindverk, eðalviður og flott mynstur.

Grindverk

Hér er á ferðinni mislöng borð og göt inn á milli sem mynda ákveðna hreyfingu í fletinum.

GrindverkBland

Eðalveggur með innfelldum mynstruðum málmfleka og gróðri, þetta kemur flott út.

LatlaustGrindverk

Stílhreint, létt og leikandi, merkilegt hvað þessi einfalda lausn framkallar huggulegt skjól og rými.

IMG_0685

Einfalt stílhreint grindverk, passar vel við einfalt og lágstemmt húsið. Hér er tekið mið af reglugerð varðandi hæð. Lengdin er brotin upp með innskotum og gróðri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rétt staðsetning á skjólvegg skiptir miklu máli sem og hversu gisinn hann er. Hafa þarf í huga að veggur getur líka aukið vind þannig að hann magnast upp í stað þess að veita skjólið sem að var stefnt. Einnig skipti máli að hann hleypi hluta af vindinum í gegn, þannig minnkar styrkur vindsins og aukið skjól næst án þess að valda meiri vind annars staðar.

Það eru einnig dæmi um að í ákveðnum vindáttum magni afstaða og staðsetning hússins upp trekk. Þegar þetta gerist þarf að skoða þessa staði vel og athuga hvort hægt sé að beina trekknum frá setu- og sólbaðssvæðum. Erfiðast er að eiga við þegar vindar blása ofan af þaki, en þá getur lega skjólveggja jafnvel magnað upp áhrif vindanna.

Besta leiðin til þess að nýta það skjól sem húsið myndar er að nota skjólveggi sem beina vindinum utar í garðinn og gera það að verkum að skjólsvæðin við húsið verða stærri. Það fyrsta sem þarf að hafa í huga þegar verið er að mynda skjól er hvernig vindur hagar sér. Það skiptir miklu máli að átta sig á því að við skrúfum ekki fyrir vindinn með því að setja upp skjól heldur erum við að beina vindinum annað. Ef settur er upp veggur þvert á vindstefnuna þá erum við ekki að stoppa vindinn því loftið í vindinum verður alltaf að fara eitthvað. Vindur lyftir sér yfir vegginn og smýgur einnig framhjá honum. Þannig myndast skjólsvæði hlémegin við vegginn. Vindurinn hverfur ekki heldur þrýstir hann sér yfir vegginn og myndar skjólsvæði hlémegin við hann en að sama skapi er trekkurinn mjög sterkur efst á veggnum þar sem hann er að þrýsta sér yfir. Ef skjólveggir eru reistir án þess að hugsa áhrif þeirra til enda er alltaf hætta á að í sumum áttum verði til hvirflar. Þannig getur t.d. skjólveggur hlémegin við hús tekið á móti vindi frá þakinu og beint honum inn á dvalarsvæðið en það viljum við forðast.

Hins vegar er rétt að benda á að stundum eru vindasamir staðir góður kostur eins og þegar kemur að þvottasnúrum, því góður blástur flýtir fyrir því að þvotturinn þorni sem fyrst.

Heimildir: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/670195/   https://www.pinterest.com/pin/276760339573511619/  https://www.pinterest.com/pin/283726845251429294/  https://www.pinterest.com/pin/418905202815002349/  https://www.pinterest.com/pin/328762841521388599/  https://www.pinterest.com/pin/218143175670417985/  https://www.pinterest.com/pin/462041242994054151/  https://www.pinterest.com/pin/339177415659792705/