Salatið heima!

Hér er notaður hvítur dúkur sem skýlir vel en hleypir sól og regnvatni í gegn.

Heimaræktun þarf ekki að vera flókin og né taka mikið pláss, smá skjól fyrir kulda og vindi hjálpar og lengir ræktunartímann um nokkrar vikur jafnvel mánuði.  Ef pláss er ekki mikið er gagnlegt að nýta það vel með því að velja grænmeti sem tekur ekki mikið pláss og vex hratt, eins og til dæmis salat af ýmsum gerðum.  Klettasalat, Lollo rosso, Sinnepssalat, Landkarsa ofl.  Margar salat tegundir má byrja að nota eftir nokkrar vikur sem smáblöð og það margborgar sig, því svo fer vöxturinn í fullan gang.  Grænmetiskassi sem er 2-3 fermetrar getur vel dugað salatneyslu 5 manna fjölskyldu heilt sumar eða þar til fer að frysta, það er prýðileg búbót í því og svo er það alltaf ferskt!

Jafnvel má koma fyrir upphækkuðu beði ef maður vill sleppa við bogrið, hvort sem er í garðinum eða svölunum.

Flóknari útfærsla

Einfaldari útfærsla

 

 

 

 

 

Nútímastíll, kjörinn á svalirnar.

 

Smart útfærsla