Jólaljósin í garðinum

Falleg jólalýsing í skammdeginu gefur garðinum nýtt útlit

Nú er víða skreytt fallega með jólaljósum og þá er gaman að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á uppsetningu ljósasería til að leggja áherslu á gróðurinn sem er í lágmarkshlutverki á þessum tíma árs. Hægt er setja seríurnar á marga vegu til að draga þá fram til dæmis fallegan vöxt uppáhalds trés okkar í garðinum með því að láta ljósin fylgja greinunum, nú eða þá að vefja seríunni meira utan um tréð sem þá myndar frekar ljósahjúp utan um það og sýnir þá betur mótun trésins, eins og á Coca Cola trénu fræga.

Lýsing á Coca Cola trénu fræga, myndar hjúp utan um jaðar trésins

Á þessari furu er lýsingin sett innan í tréð

Ljósasería þrædd eftir greinum trés dragur fram fallegar greinar þess og auðvelt er að velja fallegri greinarnar til að setja lýsinguna í og þannig mynda jafnvel enn fallegri vöxt.

Falleg greinalýsing

Fallegur greinavöxtur nýtur sín vel í svona lýsingu.

Jólalýsing getur tónað vel við lýsinguna utandyra og þegar hún er í hlutlausum lit má vel leyfa henni að loga lengur en um jólahátíðina svona á meðan mesta skammdegið er, jafnvel fram í febrúar.

Jólalýsing tónar við hefðbundna lýsingu garðsins

Hér er fallegur runni lýstur upp við aðkomuna í húsið.

Ljósahjúpur utan um helstu prýði garðsins vísar veginn að innganginum.

Það kemur vel út að setja seríur með mismunandi stórum ljósaperum í sama tréð og fá þannig meiri fjölbreytni.