Garðurinn er nærtækasta auðlindin

Garðeigendur sem eru svo heppnir að eiga garð sem snýr mót suðri og er skjólgóður, geta nýtt hann sem hina ákjósanlegustu auðlind. Hægt að rækta allt mögulegt til nytja eins og salat sem getur gefið af sér a.m.k. fjóra mánuði á ári. Gulrætur, kál, rófur og hvers kyns grænmeti, kryddjurtir, jarðarber og rifs og sólber ofl, og fyrir þrautseiga má spreyta sig á hinum ýmsu ávöxtum. Epli, perur, plómur og kirsuber hafa skilað uppskeru hér á landi og eru fleiri og fleiri að ná tökum á þeirri kúnst. Ávaxtatré geta nefnilega lifað á Íslandi, en aðalatriði er að velja réttu yrkin og fara rétt og vel með þau. Það eru yfir níutíu ár síðan epli þroskuðust fyrst á Íslandi sem sýnir að þetta er hægt.

Ávaxtatré þurfa gott skjól.

Ávaxtatré geta verið til prýði en þurfa gott skjól og nóg af sól.

Sólríkur og vel skipulagður grænmetisgarður getur verið til mikillar prýði og ánægju. Ekki er verra að vita til þess að garðræktarþerapía er notuð bæði til uppbyggingar einstaklinga og samfélaga eins og í fangelsum, sannað þykir að hún bæti minni og andlega getu sem og styrki líkamann, einnig getur hún bætt samhæfingu, jafnvægi og úthald. Í jarðveginum eru örverur eins og Mycobacterium vaccae en þær hafa víst svipuð áhrif á heilann og prozac. Þær örva serótónínframleiðslu sem hjálpar fólki að slaka á og lætur því líða betur. Því er öllum hollt að leika sér aðeins í moldinni.  😉  Háskólinn í Bristol rannsakaði áhrif garðvinnu og aðgang okkar að grænum svæðum á heilsu okkar. Það á víst jafnvel að vera styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og geta lengt líf okkar um nokkur ár.

Grænmetisræktun í reitum og ávaxtatré.

Grænmetisræktun í reitum, salat af ýmsum gerðum, gulrætur og jarðarber.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Heimaræktun í gróðurreitum/vermireitum með yfirbreiðslu eru auðveld leið.

Þeir sem eru með stóran garð geta komið upp heilum ávaxtalundi :)

Þeir sem eru með mikið pláss geta komið upp heilum ávaxtalundi 🙂

fg02c

Þeir sama hafa lítið pláss geta útbúið „litla garða“ jafnvel á hjólum.

 

Upphækkað grænmetisbeð, auðveldar umönnum.

Upphækkað grænmetisbeð, auðveldar umönnum.

Gott er að róta í moldinni með berum fingrunum.

Gott er að róta í moldinni með berum fingrunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig er hægt að gera einfaldan grænmetisgarð eftir eigin höfði án þess að kosta miklu til. Allt sem þarf er pláss, hugvit, góða gróðurmold, jarðvegsdúk og möl/trjákurl. Skemmtilegast er að teikna fyrst hugmynd að lagi eða útliti garðsins og svo er bara að skella sér í að moka og framkvæma.

 

Heimild: http://pasowinerealestate.com/wp-content/uploads/pacifica-wine-division-soil-quality-holding-up-soil.jpg og Morgunblaðið 8.3.2015 bls. 24.